Gestastofur verða lokaðar yfir jól og áramót
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka öllum gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs yfir jól og áramót vegna fjölda COVID-19 smita í landinu.
Þetta á við um eftirfarandi gestastofur: Skaftárstofa, Skaftafellsstofa, Gamlabúð og Gljúfrastofa en Snæfellsstofa er nú þegar lokuð.
Einnig verður takmörkuð viðvera á skrifstofum þjóðgarðsins í Garðabæ og Fellabæ.
Tjaldsvæðið í Skaftafelli er einnig lokað.
Opnunartímar eftir áramót verða auglýstir síðar.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Þjónusta í boði:
Salerni við Skaftafellsstofu verða opin fyrir gesti. Starfsfólk mun sótthreinsa snertifleti með reglulegu millibili.
Salerni við Jökulsárlón verða opin og munu landverðir sjá um þrif og vera á staðnum yfir daginn. Salernin verða lokuð utan viðverutíma landvarða. Búast má við skertum viðverutíma 24. - 25. desember og 31. desember - 1. janúar.
Hægt verður að hafa samband við eftirfarandi gestastofur í gegnum tölvupóst.
Skaftafellsstofa: [email protected]
Gamlabúð: [email protected]