Jökulsporðamælingar á Skeiðarárjökli
Skeiðarárjökull hefur hopað um 59 metra á rúmu ári
Skeiðarárjökull hopað um 59 metra á rúmu ári
Þann 17. október var Skeiðarárjökull mældur af þeim Ragnari Frank Kristjánssyni fyrrum þjóðgarðsverði í Skaftafelli og dóttur hans og Írisi Ragnarsdóttur Pedersen. En Ragnar hefur ásamt fjölskyldu sinni sinnt sporðajökulmælingum á Skeiðarárjökli og Morsárjökli síðan 1999. Jökuljaðarinn var síðast mældur þann 6. September 2022 og hefur síðan þá hopað um heila 59 metra.
Sporðamælingar eru framkvæmdar af sjálfboðaliðum í Jöklarannsóknafélagi Íslands og vakta mælingarnar breytingar á jökulsporðum, hvort þeir hopa eða gagna fram. Um 40 jökulsporðar eru mældir reglulega um allt land og eru mælingarnar ein besta heimild um til er um jöklarbreytingar á Íslandi á 20. öld.
Nánar um sporðamælingar á vef Jöklarannsóknafélagsins hér.
Hörfandi jöklar
Einn tíundi hluti Íslands er hulinn jöklum. Vegna hlýnunar loftslagsins hopa þeir hratt og sumir hafa horfið á síðasta áratug. Á vef þjóðgarðsins má nálgast fræðsluefni sem er hluti af verkefninu Hörfandi jöklar og hér finnur þú upplýsingar um rannsóknir, fræðin og afleiðingar hörfandi jökla.