Laust starf: Aðstoðarþjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarþjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis lausa til umsóknar, með aðsetur á Höfn í Hornafirði.
3. nóvember 2023
Mynd: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarþjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis lausa til umsóknar, með aðsetur á Höfn í Hornafirði. Leitað er eftir kraftmiklum og úrræðagóðum einstaklingi sem býr yfir næmni og lagni í mannlegum samskiptum og hefur góða þekkingu á náttúru- og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi en umfram allt mjög skemmtilegt.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 20. nóvember 2023.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.