Mynd: Auður Lilja Arnþórsdóttir
Tungnaáröræfi
Tungnaáröræfi er svæði milli Tungnaár og Tungnafellsjökuls. Það er eldbrunnið og eiga þar mestu hraun sem runnið hafa á nútíma upptök sín. Meðal þeirra er Þjórsárhraun hið mikla sem rann fyrir um 9000 árum. Líklegasta uppkomusvæði þess er í eða við Heljargjá. Hún er mikill sigdalur sem liggur frá Landmannalaugum og norðaustur í Vatnajökul með stefnu á eldstöðina Hamarinn. Gjáin er sýnilegust frá vegslóða sem liggur í norðaustur frá sprengigígnum Mána. Á þessu svæði er mikið um gömul hraun og gíga.