Skip to content
  • Service web
  • Mapview
  • Search
  • Open

Launastefna

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru starfsfólki greidd laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og stofnanasamninga. Það er sameiginleg ábyrgð allra stjórnenda hjá Vatnajökulsþjóðgarði að tryggja samræmi í launaákvörðunum og fylgja launastefnu.

Jafnlaunastefna er órjúfanlegur hluti af launastefnu Vatnajökulsþjóðgarðs. Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu er að stuðla aðjafnri stöðu kvenna og karla. Öllum starfsmönnum skulugreidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Þetta er skv. skilyrði 19. gr. jafnréttislaga og öðrum lögum og kröfum sem gerðar eru til þjóðgarðsins.Laun og önnur starfskjör skulu ákvörðuð á málefnalegan hátt og ekki fela í sér kynjamismununauk þess sem launaákvarðanir skulu vera í samræmi við kjara-og stofnanasamninga.  

Jafnlaunastefnan nær yfir alla starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðsog tekur mið af launastefnu. Með starfsmanni er átt við alla einstaklinga með ráðningarsamband við þjóðgarðinn og sem eru á launaskrá hans.  

Til að fylgja eftir jafnlaunastefnu skuldbindur þjóðgarðurinn sig til að:  

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem stofnunin undirgengst varðandi þá meginreglu að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf
  • Setja fram jafnlaunamarkmið sem skulu rýnd árlegaásamt virkni jafnlaunakerfisins
  • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti einu sinni á áriþar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort munur mælist á launum eftir kyni
  • Vinna að stöðugum umbótum, sinna eftirliti og bregðastfljótt við ef þörf krefur
  • Kynna jafnlaunastefnu árlega fyrir öllum starfsmönnum ásamt niðurstöðum launagreininga
  • Gera jafnlaunastefnu aðgengilega almenningi og starfsmönnum á ytri vef þjóðgarðsins.