Skip to content

Persónuverndarstefna

Vatnajökulsþjóðgarður leggur ríka áherslu á persónuvernd og sýnir fyllstu varúð við meðferð allra persónuupplýsinga.

Öll meðferð persónuupplýsinga hjá Vatnajökulsþjóðgarði skal vera í samræmi við gildandi lög, reglur og grundvallarsjónarmið um persónuvernd. Starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs ber að vinna samkvæmt þessari persónuverndarstefnu og persónuverndarfulltrúi hefur eftirlit með því að henni sé fylgt. Markmið persónuverndarstefnunnar er að leggja áherslu á persónuvernd með því að tryggja lögmæta, sanngjarna og gegnsæja meðferð allra persónuupplýsinga og veita upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Á sama tíma er það markmið persónuverndarstefnunnar að auka gegnsæi og góða upplýsingagjöf til almennings um öll störf stofnunarinnar. Persónuverndarstefnunni er ætlað að upplýsa um hvenær og hvers vegna stofnunin vinnur með persónuupplýsingar, hvaða persónuupplýsingar stofnununin vinnur með og á hvaða lagagrundvelli. Einnig má nálgast upplýsingar um hvaðan Vatnajökulsþjóðgarður fær persónuupplýsingar, hversu lengi þær eru varðveittar, hver hefur aðgang að þeim og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Þá er stefnunni ætlað að kynna réttindi einstaklinga á grundvelli persónuverndarlöggjafarinnar og meðferð persónuupplýsinga í tilteknum atriðum. Finnir þú ekki svör við spurningum þínum er velkomið að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, Önnu Guðrúnu Ahlbrecht, [email protected].

Vefsíðan vatnajokulsthjodgardur.is meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða starfsumsókna, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Vatnajökulsþjóðgarður sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til persónuverndarfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, Önnu Guðrúnar Ahlbrecht, [email protected].

Umferð og tölfræðiupplýsingar

Vatnajökulsþjóðgarður notar Google Analytics til vefmælinga. Þegar notandi kemur inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, s.s. tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið, og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans. Meðhöndlun upplýsinga í vefkökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.

Leitarvél

Vatnajökulsþjóðgarður geymir ekki upplýsingar um hvaða leitarorð þú slærð inn í leitarvél vefsíðunnar.

SSL skilríki

Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs notast við SSL skilríki sem þýðir að öll samskipti eru dulkóðuð og síður gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari auk þess sem vefsíðan er auðkennd. SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, t.d. lykilorð og aðrar upplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru á milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögn sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Tenglar í aðra vefi

Á vef Vatnajökulsþjóðgarðs er stundum vísað í vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur stofnunarinnar um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Vatnajökulsþjóðgarður ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja.