Skip to content
  • Service web
  • Mapview
  • Search
  • Open

Skjalastefna

Skjalastefnu Vatnajökulsþjóðgarðs er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslu og varðveislu sögu Vatnajökulsþjóðgarðs að leiðarljósi.

Lambagras (Mynd: Stefanía Ragnarsdóttir)

Stefnan tekur til skjalavörslu og skjalastjórnar allra svæða og skrifstofu þjóðgarðsins og nær til allra skjala sem móttekin eru, útbúin eða viðhaldið í starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þegar talað er um skjal og skráðar heimildir í stefnunni er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á vegum þjóðgarðsins eða einstaklings sbr. 2. mgr. laga nr 77/2014 um opinber skjalasöfn. Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir skjalavörslu og skjalastjórnun er:

  • Að skjalavarsla og skjalastjórn sé til fyrirmyndar
  • Að skjalavarsla og skjalastjórn sé í samræmi við þau lög, reglur og staðla sem mynda starfsumhverfi stofnunarinnar

Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð við móttöku skjala, skráningu þeirra, miðlun upplýsinga, vinnslu mála og frágang til að tryggja áreiðanleika, vandaða málsmeðferð, rekjanleika ákvarðana, öryggi gagna, persónuvernd, varðveislu og endurheimt.