Skip to content
  • Service web
  • Mapview
  • Search
  • Open

Svæðisráð

Hér er að finna upplýsingar um hverjir sitja í svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs, hlutverk þeirra og markmið.

Um svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs

Rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru rekin sem sjálfstæðar rekstrareiningar á ábyrgð þjóðgarðsvarðar og eru mörk rekstrarsvæða tilgreind í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008, með síðari breytingum.

Svæðisráðið er skipað til fjögurra ára í senn skv. 7. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð. Í svæðisráði skulu sitja sex fulltrúar: þrír fulltrúar tilnefndir af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem eru á viðkomandi rekstrarsvæði, einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á viðkomandi svæði, einn fulltrúi tilnefndur af útivistarsamtökum og einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum. Sömu aðilar tilnefna jafnmarga varamenn sem eru skipaðir með sama hætti. Svæðisráð kýs sér formann úr hópi sveitarstjórnarmanna og varaformann. Þjóðgarðsvörður situr fundi svæðisráðs.

Hlutverk svæðisráða Vatnajökulsþjóðgarðs skv. 8. gr. laganna er að vera þjóðgarðsverði og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins á viðkomandi rekstrarsvæði, að vinna tillögu að verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði, að gera tillögu að rekstraráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði innan þess fjárhagsramma sem því er ætlaður hverju sinni samkvæmt ákvörðun stjórnar og að gera tillögu að ráðningu þjóðgarðsvarða á viðkomandi rekstrarsvæði. Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um verkefni og starfsemi svæðisráða Vatnajökulsþjóðgarðs.

Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs

Reglur og hlutverk