Skip to content
  • Service web
  • Mapview
  • Search
  • Open

Þjónustustefna

Vatnajökulsþjóðgarður hefur fjölbreytt þjónustuhlutverk og tekur öll þjónusta mið af vernd náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu hennar. Rík áhersla er lögð á að þjónustan sé fagleg, traust og notendamiðuð.

Leiðarljós þjónustustefnu

Vatnajökulsþjóðgarður er bjóðandi gestgjafi. Öll þjónusta skal stuðla að jákvæðri upplifun með fræðslu að leiðarljósi. Náttúruvernd, loftslagsmál og sjálfbærni skulu ávallt vera leiðarstef í þjónustu.

Markmið þjónustustefnu

Markmið stefnunnar er að allt starfsfólk sé samstíga í að veita góða þjónustu þar sem lagaleg markmið þjóðgarðsins um verndun, aðgengi, fræðslu og byggðaþróun eru höfð að leiðarljósi.

Fagmennska

  • Öll þjónusta er fagleg. Ákvarðanir og skipulag þjónustu eru teknar með faglegum hætti. Mismunandi þjónustusvæði eru skilgreind í stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. Slík svæði skal skipuleggja með það að leiðarljósi að lágmarka áhrif á umhverfi og með jákvæða upplifun gesta og fræðslu að leiðarljósi.
  • Þjálfun starfsfólks miðar að því að starfsfólk búi yfir færni til að veita þjónustu af fagmennsku og hlutleysi.
  • Fyrirspurnir og erindi sem berast þjóðgarðinum fá skýran farveg og er svarað innan skilgreindra viðmiða þar um.

Traust

Þjónustan byggir á trausti milli þjóðgarðs og gesta, nærsamfélags og hagsmunaaðila.

  • Þar sem þjónusta er veitt skal hún vera með áherslu á gestrisni, jákvæða upplifun, fræðslu og öryggi.
  • Öll fræðsla byggir á fræðsluáætlun þjóðgarðsins.
  • Við skipulag á uppbyggingu þjónustu skal leita eftir samvinnu við helstu hagsmunaaðila og þátttöku þeirra.
  • Hagsmunaaðilar þjóðgarðsins eru margir og mikilvægt að greina reglulega hvaða þjónustu þeir þurfa og leita leiða til að bæta hana.

Tekur mið af notendum

Þjónusta tekur mið af notendum og áhersla er lögð á aðgengi bæði í innviðum, stafrænni þjónustu og lifandi fræðslu og upplýsingagjöf

  • Unnið er að því að bæta aðgengi að þjónustusvæðum þjóðgarðsins í takt við verndarmarkmið.
  • Lögð er áhersla á að efla stafræna þjónustu.
  • Gestir þjóðgarðsins eru margir með misjafnar þjónustuþarfir. Nýta þarf markhópa og þjónustukannanir til að veita góða þjónustu