Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
Á2

Eyjan í Ásbyrgi

Eyjan sendur hnarreist í miðju Ásbyrgi, voldugur klettadrangur sem hefur staðið af sér ógnarkrafta hamfarahlaupanna. Frá Eyjunni er afar fallegt útsýni yfir Ásbyrgi og ekki síður yfir sandana í norðri. Það er upplagt að ganga þessa leið að kvöldlagi.

Vegalengd
4,5 kílómetrar
Áætlaður tími
1,5-2 klst
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
x m
Tegund
Fram og til baka
Upphafsstaður
Norðan við stóra salernishús í Ásbyrgi

Leiðin hefst fyrir framan stóra salerninshúsið við bílastæðið á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi. Leiðin liggur fyrst í norður og farið er upp á Eyjuna þar sem klettaveggurinn er hentugur til uppgöngu. Þar er lítill stigi sem auðveldar uppgönguna. Fljótlega er komið að gamalli vörðu og sé snúið við þar verður gönguleiðin um 2 km löng en sé haldið áfram liggur leiðin áfram í suður, alveg að Eyjunefinu. Hægt er að fara lítinn hring á bakaleiðinni frá Eyjunefninu en að mestu er leiðin sú sama til baka.

Tengdar gönguleiðir

Á1
Botnstjörn, Ásbyrgi, haust

Botnstjörn

1 km hringleið
30 mín.
Aðgengileg flestum

Ásbyrgi heillar margan ferðalanginn. Innst í byrginu er gengið um gróskumikinn birkiskóg, umvafinn hamrabeltinu, og fyrir botni hvílir friðsæl Botnstjörn sem er heimkynni rauðhöfðaanda á sumrin. Margir finna ákveðna helgi hvíla yfir staðnum og telja jafnvel að þar séu híbýli álfa og huldufólks. Botnstjörn er gamall fosshylur og eitt af ummerkjum sem hamfaraflóðin hafa skilið eftir. Á vorin og í vætutíð kemur fyrir að ofaní tjörnina seitli Botnslækur.

Á3

Skógarstígur

4 km önnur leið
1-2 klst
Auðveld

Á göngu eftir skógarstígnum í Ásbyrgi má upplifa friðsæld og fjölbreytt fuglalíf skógarins. Á árunum 1947-1977 var barrtrjám plantað í Ásbyrgi og liggur stígurinn um helstu skógræktarreitina frá þeim tíma. Einnig umvefur hinn náttúrulegi birkiskógur Ásbyrgis ferðafólk.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra