Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Störf í boði

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.

Að staðaldri starfa rúmlega 50 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 120. Höfuðstöðvar þjóðgarðsins eru á Höfn í Hornafirði og aðrar starfsstöðvar eru Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustur/Fellabær,Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og á höfuðborgarsvæðinu. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Landvörður á Breiðamerkursandi

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf landvarðar á Breiðamerkursandi laust til umsóknar. Leitað er að landverði sem getur hafið störf í desember og starfað fram að vori 2025 með möguleika á framlengingu.

Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum.

Starfsfólki á Breiðamerkursandi býðst gisting á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, en þaðan er um 20 mínútna akstur á Jökulsárlón, og um 40 mínútna akstur á Höfn.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 21. nóvember 2024.

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.

Almenn umsókn

Viltu vera á skrá hjá okkur?
Mikilvægt er að taka fram í umsókninni hvar á landinu þú kýst að starfa og hvernig starfi þú leitar að. Eingöngu er ráðið í tímabundnar stöður eftir þessari leið. Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja sérstaklega um þær.