Snæfellsstofa
Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Opnunartímar
Maí - september: Alla daga 10-17
Yfir vetrartímann er opið eftir samkomulagi. Hafið samband við [email protected] eða í síma 470 0840 fyrir frekari upplýsingar.
Hagnýtar upplýsingar
Skálar og tjaldsvæði
Snæfellsskáli er við Snæfell, þar er gisting fyrir u.þ.b. 45 manns og einnig tjaldsvæði, vatnssalerni og sturtur. Nokkrir fjallaskálar eru í friðlandinu í Lónsöræfum eða jaðri þess.
Aðgengismál
Aðgengi í Snæfellsstofu
Í Snæfellsstofu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sérmerkt bílastæði stendur utan við gestastofuna og greið leið er þaðan að inngangi hússins. Aðalhurðin er sjálfvirk og nægt rými er fyrir hreyfihamlaða innanhúss. Í Snæfellsstofu er salerni með auknu aðgengi. Starfsfólk gestastofunnar hefur fengið leiðbeiningar um móttöku gesta með hreyfihamlanir og er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Myndir má finna í skjalinu hér til lýsingar. (Myndirnar tók Tinna Hallgrímsdóttir)