Áshöfðahringur (í kringum höfðann)
Áshöfðinn er skógiklæddur höfði austan við Ásbyrgi. Gönguleiðin býður upp á fjölbreytta náttúruupplifun. Fuglalíf er fjölbreytt í vötnum, votlendi, mó og kjarri og gengið er um fjölbreytt landslagi, um gil og gljúfur, framhjá tjörnum og jökulám.
Gönguleiðin hefst við Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Þaðan er farið í austur yfir golfvöllinn, yfir heimreið og að Ástjörn. Á tjörninni er mikið fuglalíf og flórgoðinn verpir þar hvert sumar. Frá Ástjörn er farið framhjá sumarbúðunum og austur fyrir Áshöfðann og gengið í suður, upp með klöppum og gildrögum og framhjá tjörnum. Þar sem stígurinn sveigir í vestur er gott útsýni yfir nyrsta hluta Jökulsárgljúfra. Frá Gilsbakka er farið í norðurátt, að Ási. Stuttu eftir Gilsbakka er hægt að velja um tvær leiðir, álika langar, til baka í Gljúfrastofu. Austari leiðin liggur meðfram Ásgili og Ási. Vestari leiðin liggur að Tófugjá og fylgir síðan barminum norður þar til komið er að gatnamótum við austurenda golfvallarins þaðan sem stutt er í Gljúfrastofu.
Tengdar gönguleiðir
Áshöfðahringur (yfir höfðann)
Áshöfðinn er skógiklæddur höfði austan við Ásbyrgi. Gönguleiðin býður upp á fjölbreytta náttúruupplifun. Fuglalíf er fjölbreytt í vötnum, votlendi, mó og kjarri og gengið er um fjölbreytt landslagi, um gil og gljúfur, framhjá tjörnum og jökulám. Gönguleiðin hefst við Gljúfrastofu í Ásbyrgi.