Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna
Á9

Kvíahringur

Hér gefst færi á heilsdagsgöngu um fjölbreytt landslag Ásbyrgis og Ásheiðar þar sem upplifa má stórkostlegt útsýni og sjá einstakar minjar um hamfarahlaup Jökulsár.

Vegalengd
17 km
Áætlaður tími
6-7 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Við Gljúfrastofu

Upphaf leiðarinnar er hið sama og á leið Á-8, Kúahvammshringur. Þegar komið er í Klappir er hins vegar ekki farið í austur, heldur haldið áfram í suður, að gatnamótum í Kvíum. Þar eru byrgin af ýmsum stærðum skýr ummerki hamfarahlaupa Jökulsár. Frá gatnamótum er farið til baka austari leiðina sem liggur meðfram Jökulsánni, framhjá undraheimi tjarna og klappa í Laxavogi þar til komið er að gatnamótum í Kúahvammi. Þaðan er haldið áfram í norður, sömu leið og á leið Á-8.

Tengdar gönguleiðir

Á7
Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi, Klappir

Klappir

9 km fram og til baka
2,5-3 klst
Krefjandi

Leiðin býður upp á stórkoslegt útsýni yfir Ásbyrgi og stórbrotna skessukatla í Klöppum. Upphaf þessarar gönguleiðar er hið sama og leið Á-8 og er því vísað til leiðarlýsingar þar. Hér er hins vegar snúið við á Klöppum og sama leið gengin til baka.

Á8
Ásbyrgi

Kúahvammshringur

12 km hringleið
4-5 klst
Krefjandi

Þessi gönguleið býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Ásbyrgi og nyrðri hluta Jökulsárgljúfra. Í Klöppum eru einstakir skessukatlar og ummerki hamfaraflóða.

L1, L2, L3

Ásbyrgi - Dettifoss

32 km ein leið
2 dagar
Krefjandi leið

Milli Ásbyrgis og Dettifoss liggur um 32 km gönguleið eftir Jökulsárgljúfrum. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.
Það þarf að ætla sér tvo daga í gönguna og þá er miðað við náttstað í Vesturdal. Einungis er leyft að tjalda á tjaldsvæði í Vesturdal og við Dettifoss.

Jökulsárgljúfur: Kortabæklingur og kort