Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Endurnýjun og tímabundin lokun á palli við Botnstjörn í Ásbyrgi

Pallurinn við Botnstjörn er kominn til ára sinna og einstaklega gleðilegt að nú skuli vera komið að endurnýjun á honum. Framkvæmdir hefjast 14. október nk. og lokað verður fyrir aðgengi að pallinum meðan á þeim stendur.

9. október 2024, kl. 12:08

Ef til vill verða minniháttar truflanir fyrir gangandi umferð á stíg frá bílastæði að Botnstjörn meðan á efnisflutningum stendur. Einnig má reikna með að kyrrðin sem jafnan ríkir í Ásbyrgi verði rofin með þeim hljóðum sem óumflýjanlega fylgja slíkum framkvæmdum. Á þessu stigi vitum við ekki alveg hversu löng lokunin þarf að vera (1-2 vikur), en munum koma upplýsingum á framfæri um stöðu mála. Að öðru leyti eru stígar og útsýnisstaðir í Ásbyrgi opnir og litadýrð haustins engu lík. Óski fólk eftir frekari upplýsingum er hægt að hringja í Gljúfrastofu á opnunartíma s: 470 7100 eða senda tölvupóst á: [email protected].