Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Vetraraðstæður við Dettifoss

Í byrjun október mætti snjórinn og frostið við Dettifos. Það þýðir, að þrátt fyrir að það geti komið hlýrri dagar að þá má engu að síður búast við vetraraðstæðum fram á vor. Aðstæður á stígum breytast oft og stundum hratt. Af  öryggisástæðum hefur stígum sem liggja nærri brúnum verið lokað fyrir veturinn. Opnuð hefur verið vetrarleið að útsýnispalli norðan við fossinn.

11. október 2024, kl. 13:41

Af útsýnispallinum norðan við Dettifoss er mjög gott útsýni yfir fossinn og gljúfrin. Gönguleið að Selfossi er einnig opin.

Við biðjum alla okkar gesti að meta aðstæður hverju sinni, fara varlega og virða lokanir.

Mannbroddar eru mikilvægir í gönguferðum við þessar aðstæður.