
Strangakvísl - Eldgjá
Fyrir þau sem ekki vilja keyra yfir Ströngukvísl á Fjallabaksleið nyrðri er hægt að leggja á bílastæði sunnan megin við ána og hefja gönguna við göngubrú rétt við bílastæðið.Þessi hluti gönguleiðarinnar fylgir Nyrðri Ófæru inn í Eldgjá og er með fegurri hlutum hennar.
Tengdar gönguleiðir

Eldgjá - Ófærufoss
Frá bílastæðinu í Eldgjá er gengið eftir botni gjárinnar og að útsýnispalli við Ófærufoss. Á leiðinni gnæfabarmar gjárinnar yfir göngufólkinu, sem öðlast tilfinningu fyrir þeim hamförum sem þarna hafa átt sér stað. Hægt er að ganga aðra leiðina upp á eystri gjárbarminum, við það lengist leiðin örlítið og um 150 m hækkun bætist við en útsýnið er þess virði.

Gjátindur
Frá bílastæðinu í Eldgjá er gengið upp á eystri barm gjárinnar og honum fylgt þar til komið er að Gjátindi. Af gjábarminum er gott útsýni yfir Ófærufoss og Skaftá og þaðan er um 300 m hækkun upp á Gjátind sjálfan. Á bakaleiðinni er hægt að ganga niður lausa skriðu innst í Eldgjá og fylgja botni gjárinnar fram jáútsýnispalli við Ófærufoss og að bílastæðinu. Gönguleiðina á Gjátind má einnig stytta með því að aka upp á eystri barm Eldgjár. Þá þarf að aka yfir Nyrðri Ófæru við Ströngukvísl og fylgja slóða þaðan. Við enda slóðans er bílastæði og þaðan er um 2,5 km ganga upp á Gjátind.