Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Þorbjörg Ása Jónsdóttir til starfa á vestursvæði

Þorbjörg Ása Jónsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

20. ágúst 2023

Þorbjörg Ása er með Ms í umhverfis- og auðlindarfræði, BA í mannfræði með sagnfræði sem aukagrein og landvarðaréttindi.

Þorbjörg Ása hefur víðtæka reynslu af landvörslu og hálendinu innan og við Vatnajökulsþjóðgarð og starfaði sem landvörður í Laka, Eldgjá og Skaftárstofu frá 2012-2015 og sem skálavörður á Laugaveginum 2010 og 2011.

Undanfarin ár hefur Þorbjörg Ása tekið að sér ýmist störf í heimabyggð meðal annars sem verkefnastjóri hjá ferðaþjónustuklasa, móttökustjóri, leiðbeinandi í grunnskóla og deildarstjóri í leikskóla.

Þorbjörg Ása er í sambúð með Marvini Einarssyni og eiga þau tvö börn og eru með sauðfjárbúskap og nokkra nautgripi í Skaftárhreppi.

Starf sérfræðings á vestursvæði þjóðgarðsins er með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Þorbjörgu Ásu hjartanlega velkomna til áframhaldandi starfa.