Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

200 manna fjöldatakmörk á tjaldsvæðum og breyting á fræðslustarfsemi.

Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs hefur þurft að aðlaga sig að gildandi takmörkunum á samkomum og öðrum sóttvarnartilmælum.

27. júlí 2021

Á nokkrum svæðum fela auknar sóttvarnir og takmarkanir í sér aukið umfang, þrif og eftirlit og þar með er því miður ekki bolmagn til að sinna t.d. fræðsluverkefnum. Á öllum tjaldsvæðum er 200 manna fjöldatakmark og 1 metra reglan gildir á öllum svæðum. Þjóðgarðurinn hvetur gesti til að huga vel að persónulegum sóttvörnum.

Starfsmenn þjóðgarðsins munu engu að síður gera sitt besta til að taka á móti gestum undir þessum sérstöku kringumstæðum.

Það á því ekkert að vera því til fyrirstöðu, að uppfylltum öllum gildandi takmörkunum, að gestir geti átt góða stund í Vatnajökulsþjóðgarði og notið gæða hans.

Yfirlit yfir breytingar á starfsemi:

Tjaldsvæði í Ásbyrgi - Sjá nánar hér

Tjaldsvæði í Skaftafell - Sjá nánar hér

Kirkjubæjarklaustur og nágrenni, Lakagígar, Eldgjá, Nýidalur:

Boðið er upp á fræðsluferðir samkvæmt áður auglýstri dagskrá. Á ábyrgð þátttakenda að virða fjarlægðarmörk.

Skaftafell og Jökulsárlón: Áður auglýstar fræðsluferðir og barnastundir falla niður.

Heinaberg: Boðið er upp á fræðsluferðir samkvæmt áður auglýstri dagskrá. Á ábyrgð þátttakenda að virða fjarlægðarmörk.

Gamlabúð, Höfn: Barnastundir felldar niður

Snæfellsstofa og Hengifoss: Áður auglýstar fræðsluferðir og barnastundir falla niður.

Snæfell, Kverkfjöll, Hvannalindir, Herðubreiðarlindir, Askja, Holuhraun:

Boðið er upp á fræðsluferðir samkvæmt áður auglýstri dagskrá. Á ábyrgð þátttakenda að virða fjarlægðarmörk.

Ásbyrgi og Dettifoss: Áður auglýstar fræðsluferðir og barnastundir falla niður.