50 ára afmæli þjóðgarðs í Skaftafelli – Afmælishátíð laugardaginn 24. nóvember
Í tilefni 50 ára sögu þjóðgarðs í Skaftafelli verður dagskrá í Skaftafelli laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 13-15. Lengst af var starfsemin bundin við sumarmánuðina en nú koma gestir allan ársins hring.
Í tilefni 50 ára sögu þjóðgarðs í Skaftafelli verður dagskrá í Skaftafelli laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 13-15. Lengst af var starfsemin bundin við sumarmánuðina en nú koma gestir allan ársins hring.
Á árinu 1968 tók í gildi reglugerð um þjóðgarð í Skaftafelli. Bændur í Skaftafelli höfðu fallist á að selja ríkinu jörðina fyrir þjóðgarð til þess að gefa landsmönnum og öðrum ferðamönnum kost á því að njóta náttúrufegurðar staðarins og upplifa söguna sem nær aftur að landnámi. Andstæðurnar eru hrífandi: svartir sandar kallast á við gróðurvinjar og jökullinn hefur mikil áhrif á sitt nánasta umhverfi. Síðustu 10 árin hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og gestum fjölgar ár frá ári. Á fyrstu árum þjóðgarðs í Skaftafelli þegar hringvegurinn hafði opnast var heildarfjöldi gesta tæplega 20 þúsund manns á ári, en á þessu ári má áætla að hátt í 800 þúsund manns komi á svæðið.
Til þess að auðvelda skipulagið værum við þakklát fyrir það að þeir sem hafa hug á að mæta og fagna þessum tímamótum með okkur tilkynni þátttöku sína með því að senda póst á netfangið [email protected]. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Í afmælisveislunni geta gestir skráð bílnúmer sín til að hægt sé að fella niður þjónustugjaldið fyrir ökutækin.
Helga Árnadóttir
Þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs