Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Aðventan í Snæfellsstofu

Næstu tvær helgar verður áfram boðið upp á aðventustundir í Snæfellsstofu. Fyrstu stundirnar voru um núliðna helgi og tókust vel.

29. nóvember 2024

Fjórar mismunandi föndurstöðvar eru í boði þar sem áhersla er á að nýta það sem við eigum flest til heima eða getum nálgast hjá öðrum. Brún málaðir klósettpappírshólkar og greinar verða að hreindýrum og gömul og úrelt kort að mósaíklist og jólatrjám. Perlur geta svo orðið að öllu því jólaskrauti sem fólki dettur í hug.

Við kveikjum upp í eldskál úti en hreindýrið Agnar ætlar svo að setja á sig jólahúfu og taka myndir með þeim sem vilja. Til sölu eru sykurpúðar til að grilla á staðnum og kakó/kaffi til að hlýja sér yfir.

Öll velkomin!

Aðventa Snæfellsstofa 2024

Myndir frá aðventustund í lok nóvember.