Ágúst Fjalar Jónasson ráðinn sem mannvirkjafulltrúi
Ágúst Fjalar Jónasson hefur verið ráðinn sem mannvirkjafulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.
Ágúst Fjalar Jónasson hefur verið ráðinn á framkvæmda- og fjármálasvið Vatnajökulsþjóðgarðs sem mannvirkjafulltrúi og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.
Fjalar er með M.Sc í rekstrarverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn og B.Sc í efnafræði frá HÍ.
Fjalar starfaði sem rekstrarstjóri vöruhúss Samskipa frá 2017-2022 og var í svipuðu hlutverki hjá Bakkanum (Festi) árið 2023 og Aðföngum (Hagar) 2007-2013. Einnig starfaði Fjalar hjá Yggdrasil sem innkaupastjóri á lífrænt ræktuðum matvörum 2013-2016 og hjá Samgöngustofu 2017 sem eftirlitsmaður flugvalla á Íslandi. Þá starfaði Fjalar á rannsóknastofu Actavis frá 2001-2007 og Lyfjaverslun Íslands 1995-1998.
Eiginkona Fjalars er Íris Stefánsdóttir sálfræðingur og eiga þau 3 dætur.
Vatnajökulsþjóðgarður býður Fjalar hjartanlega velkominn til starfa.