Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs 2017
Út er komin ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2017. Í skýrslunni er farið yfir helstu atriði í starfsemi þjóðgarðsins það árið og ýmis tölfræði borin saman við fyrri ár.
Út er komin ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2017. Í skýrslunni er farið yfir helstu atriði í starfsemi þjóðgarðsins það árið og ýmis tölfræði borin saman við fyrri ár.
Skýrsla ársins 2017 er sú fyrsta sem er gefin út fyrir þjóðgarðinn í heild og tileinkuð einu einstöku ári. Hins vegar kom út árið 2014 skýrsla fyrir fyrstu fimm ár þjóðgarðsins (2008-2013) sem því miður er aðeins til í prentútgáfu eins og er. Einnig hafa einstök svæði gefið út sínar eigin ársskýrslur þar sem ítarlega er farið í starfsemi viðkomandi svæðis. Þær, ásamt árskýrslu Vatnajökulþjóðgarðs 2017, má finna á síðu tileinkaðri útgefnum ársskýrslum.