Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs 2019 komin út
Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs vegna ársins 2019 er núna aðgengileg á vefnum þar sem stiklað er á stóru í starfseminni.
22. september 2020

Á árinu 2019 gekk starfið vel og varð jákvæð niðurstaða rekstarar upp á um 36 milljónir króna. Árið 2019 einkenndist af breytingum og nýsköpun til að efla starfsemina og Vatnajökulsþjóðgarður náði þeim merka áfanga að komast á heimsminjaskrá UNESCO. Ársskýrslan er einungis gefin út rafræn.