Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Bílastæði við Lambhaga lokað

Bílastæði við Lambhaga í Skaftafelli hefur verið lokað

20. júní 2019

Bílastæði við Lambhaga í Skaftafelli hefur verið lokað. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Skaftafell heim og bílastæðið við Lambhaga annaði ekki þeim fjölda sem sóttist eftir að leggja bílum þar. Eins var umgengni gesta á svæðinu oft ábótavant. Minni bílaumferð um Lambhagann gefur möguleika á jákvæðari og ánægjulegri upplifun gesta sem eru á göngu um svæðið. Allri bílaumferð er nú beint að bílastæðum nær þjónustukjarna.