Breiðamerkursandur og Jökulsárlón - Stöðuskýrsla
Í ársbyrjun 2017 festi íslenska ríkið kaup á jörðinni Felli í Suðursveit. Jörðin fór í eyði á síðari hluta 19. aldar. Fell og nærliggjandi þjóðlendur voru friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði þann 25. júlí 2017 þegar þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæða. Við friðlýsinguna náðu mörk Vatnajökulsþjóðgarð í fyrsta sinn að hafi. Þjóðgarðsvörður á suðursvæði og samstarfsfólk hafa tekið saman yfirlit um núverandi stöðu á Breiðamerkursandi og á Jökulsárlóni.
Við friðlýsingu svæðisins fékk Vatnajökulsþjóðgarður ærið verkefni í hendurnar. Fyrir hafði starfsemi á suðursvæði þjóðgarðsins að mestu verið í Skaftafelli, en frá og með sumrinu 2017 voru tveir af fjölsóttustu ferðamannastöðum Íslands komnir í umsjón suðursvæðis.
Í skýrslunni er farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem tengjast Breiðamerkursandi og Jökulsárlóni; skipulagsmál, stjórnunar- og verndaráætlun, vöktun, atvinnustarfsemi, gestafjölda, rekstur, uppbyggingu og framtíðarverkefni.
- Skýrslan var kynnt á 168. fundi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og hana má nálgast hér.