Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Bygging nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs komin í útboð

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, hefur nú opnað fyrir útboð á byggingu nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur.

25. mars 2021

Teikning af fyrirhugaðri gestastofu á Kirkjubæjarklaustri

Gestastofan mun rísa á lóð sunnan Skaftár á móts við sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri og mun tengjast við þorpið með göngubrú.

Gestastofan mun þjóna upplýsingargjöf til ferðamanna um þjóðgarðinn og nágrannasvæði hans, auk þess sem þar verður vönduð fræðslusýning um náttúru og mannlíf svæðisins. Í útboðinu kemur fram að byggingin er einna hæðar bygging með kjallara undir hluta hennar og mun hún falla vel að landinu og verður þakið lagt með torfi. Nú þegar er búið er að grafa fyrir húsinu en sú framkvæmd var boðin út sérstaklega.