Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Dagur jarðbreytileikans

Dagur jarðbreytileikans er haldin ár hvert þann 6. október og var komið á fót af heimsminjaskrá UNESCO.

6. október 2023
Morsárdalur og Kjós í Skaftafelli.

Dagur jarðbreytileikans er haldin ár hvert þann 6. október og var komið á fót af heimsminjaskrá UNESCO. Í tilefni dagsins er fræðsluganga kl. 13:30 í Skaftafelli.

Jarðbreytileiki er allstaðar í kringum okkur. Hann er steinarnir og fjöllinn, klettarnir og sandurinn. Öll sú náttúra og landslag sem ekki er á lífi heldur er undirstaða lífsins. Þannig vinna jarðbreytileiki og lífbreytileiki saman.

Jarðbreytileiki er auðlind sem fólk hefur nýtt sér frá upphafi til að bæta lífsgæði sín. Úr jarðbreytileika kemur t.d. byggingarefni, áburður og næring fyrir landbúnað og steinar í skart og skraut.

Jarðbreytileiki þjónustar vatn að mörgu leyti. Vatn hripar í gegnum jarðlög sem hreinsa og geyma grunnvatnið sem við drekkum.

Vatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá UNESCO vegna samspils flekaskila, möttulstróks og hveljökuls. Jarðbreytileiki er undirstaða fyrir fjölbreyttu landslagi sem heimafólk og ferðafólk sækir í. Þjóðgarðurinn geymir fjölbreyttar náttúruminjar sem setja svip á landslagið og hafa mótað fólk og sögu landsins.