Egilsstaðaskóli heimsótti Snæfell
Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla var 4. september og hélt þá hluti nemenda úr 8. bekk af stað í Vatnajökulsþjóðgarð.
3. október 2019

Árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla var 4. september og hélt þá hluti nemenda úr 8. bekk af stað í Vatnajökulsþjóðgarð. En áður hafði Agnes þjóðarðsvörður heimsótt Egilsstaðaskóla og haldið kynningu um þjóðgarðinn, náttúruvernd, heimsminjaskrá og svæðið. Hópurinn gekk svo um svæðið í kringum Snæfell með leiðsögn frá landverði.
Það er sérstaklega ánægjulegt að taka á móti hópnum á hverju ári. Starfsfólk Snæfellsstofu þakkar 8. bekk kærlega fyrir heimsóknina, umræður og daginn.