Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Eitt skref í einu - vistakstursnámskeið starfsfólks

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs hefur unnið að Grænum skrefum í ríkisrekstri undanfarið og er eitt skref á þeirri vegferð vistakstursnámskeið í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd.

14. nóvember 2019
Hér er hópurinn með viðurkenningarskjal um vistakstursnámskeið með Sigurði E. Steinssyni frá Ökuskólanum í Mjódd.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs hefur unnið að Grænum skrefum í ríkisrekstri undanfarið og er eitt skref á þeirri vegferð vistakstursnámskeið í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd. Vistakstur og aukið skipulag á samgöngum starfsmanna er einnig hluti af samgöngustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs sem leiðir til minnkaðs útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Auk þess að vera hluti af heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. En til þess að ná heimsmarkmiðunum þurfa fyrirtæki, stofnanir og almenningur að róa í sömu átt. Þjóðgarðurinn okkar er stór og dreifður og þurfa starfsmenn stundum að aka langar leiðir til að sinna verkefnum og því er mikilvægt að temja sér vistakstur. Með slíku ökulagi er hægt að minnka orkunotkun bifreiða um 10-15% auk þess sem vistakstur getur stuðlað að meira akstursöryggi.

Starfsfólk þjóðgarðsins lærði margt nýtt á vistakstursnámskeiðinu og hlökkum við til að sjá árangurinn í grænu bókhaldi þjóðagarðsins.

Tengist heimsmarkiði 13.3 um aðgerðir í loftslagsmálum.