Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Elísabet Lovísa Björnsdóttir ráðin í starf mannauðs- og launafulltrúa

Elísabet Lovísa Björnsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðs- og launafulltrúi og hóf störf nú í vor.

18. september 2024
Elísabet Lovísa Björnsdóttir

Elísabet er með B.ed í grunnskólakennarafræði en hefur starfað í launa- og mannauðsmálum meira og minna síðustu 20 ár. Hún hefur setið ýmis námskeið og fræðslu í tengslum við mannauðsmál og stjórnun í störfum sínum.

Elísabet starfaði nú síðast sem gæða- og verkefnastjóri hjá Suðurnesjabæ. Þar áður var hún forstöðumaður launa- og kjaramála hjá Bláa Lóninu 2016-2022, deildarstjóri launadeildar Reykjanesbæjar 2013-2016 og starfaði í mannauðsdeild Isavia 2004-2012. Einnig hefur hún kennt 2 vetur í grunnskóla en snúið tilbaka í launa- og mannauðsmálin sem eiga hug hennar allan.

Elísabet er gift og á þrjá syni.

Við bjóðum Elísabetu hjartanlega velkomna til starfa.