Engar gastegundir mældust í íshelli í Breiðamerkurjökli
Engar gastegundir mældust í íshellinum í Breiðamerkurjökli í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í gær barst Veðurstofu tilkynning um óvenjulega lykt við hellinn og samkvæmt gasmælum var súrefnislaust í gær inni í hellinum sem kallaður er Kristallinn.
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fvatnajokulsthjodgardur%2F2eab32ce-c449-40a6-82c5-cf32604f7d94_2018%2B03%2B26-frettir-%25C3%25ADshellir-gasmengun.jpg%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1640%26h%3D820&w=3840&q=80)
Engar gastegundir mældust í íshellinum í Breiðamerkurjökli í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í gær barst Veðurstofu tilkynning um óvenjulega lykt við hellinn og samkvæmt gasmælum var súrefnislaust í gær inni í hellinum sem kallaður er Kristallinn.
Mælingar voru gerðar í og við hellinn í morgun. „Fólk, sem var þarna á ferð í gær, fann fyrir bæði lykt og óþægindum við hellinn. Í morgun þegar farið var að mæla fannst ekki neitt,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir fólkið hafi brugðist rétt við í gær og ítrekar að alltaf þurfi að sýna ítrustu varúð við íshella hér á landi.
Tekin voru vatnssýni í morgun og verður flogið með þau til Reykjavíkur í dag. Niðurstaða úr mælingum á þeim liggur kannski fyrir nú í vikunni.
Lögreglu var gert viðvart um lyktina í gær og létu starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs alla ferðaþjónustuaðila á svæðinu vita af stöðunni.
Hellirinn var metinn mjög óöruggur og einarðlega mælst gegn ferðum í hann. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs vinna í að koma fyrir viðvörunarskilti við hellinn.