Beint í efni

Ferðaþjónustudagurinn 2024 – Aðgangsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum

Ferðaþjónustudagurinn verður haldinn þann 7. október næstkomandi í Hörpunni.

17. september 2024

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið. Þá verður jafnframt horft til þess hvernig álagsstýring birtist í markmiðum og aðgerðum í nýsamþykktri ferðamálastefnu.

Ráðstefnan á meðal annars erindi við eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja sem og aðra hagsmunaaðila, þ.á.m. stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila. Öllum sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár er velkomið að taka þátt.

Tryggðu þér miða!

Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024