Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Fjöldatakmarkanir á tjaldsvæðinu í Skaftafelli

Vegna tilmæla landlæknis um sóttvarnir er fjöldatakmörkun á tjaldsvæðinu í Skaftafelli sem miðast við 500 manns. Síðastliðna nótt voru um 450 gestir á tjaldsvæðinu og veðurspáin er með besta móti næstu daga auk þess er helgi því má búast við því að tjaldsvæðið fyllist. Því miður er ekki hægt að taka frá pláss og því er möguleiki á því að grípa verði til þess að vísa gestum frá tjaldsvæðinu ef það fyllist. Næstu tjaldsvæði eru á Kirkjubæjarklaustri, Hörgslandi, Svínafelli og Höfn í Hornarfirði.

9. júlí 2020

Tilmæli landlæknis og Ferðamálastofu um tjaldsvæði:

Tjaldsvæði
Eftirfarandi reglur eiga við um tjaldsvæði og gesti í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum
„camperum“ (lítill húsbíll) og húsbílum.
1. Hvert tjaldsvæði má ekki taka á móti fleiri en 500 gestum að hámarki nema hægt sé að skipta
svæðinu upp í 500 manna hólf og virða á sama tíma 2ja metra nándarmörk einstaklinga. Fjögur
salerni eru lágmark fyrir hvert hólf ásamt handþvottaaðstöðu. Sama á við um aðstöðu til
böðunar, ef hún er til staðar.

Við minnum gesti á eftirfarandi:

1. Gestir mega ekki koma inn á tjaldsvæði, í skála
eða fara í skipulagðar ferðir ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er
niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19
smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

Nánari leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála
ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir,
hópferðabíla og afþreyingu utandyra má skoða hér