Fræðsludagskrá sumar 2020
Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir sumarið 2020 er komin út.

Fræðsla um náttúru, vernd, sögu og menningarminjar er eitt af meginmarkmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Yfir sumartímann er því boðið upp á sérstakar fræðsludagskrá um allan þjóðgarðinn. Landverðir leiða göngur með fjölbreyttum þemum eins og Hvernig stækkar Ísland?, Eldur og ís eða Hörfandi jöklar. Viðburðir eins og landvarðarleikar, gönguhelgar, brennur eða kaffi á alþjóðadegi landvarða eru einnig í boði.
Skipulagðar barnastundir eru einnig í Snæfellsstofu, Ásbyrgi, Skaftafelli, Gömlubúð og Skaftárstofu.
Við hvetjum alla gesti til að kynna sér dagskrána og taka þátt í fræðslugöngum og viðburðum sumarsins.
Allir velkomnir!
