Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið birt og er áhersla lögð á fjölbreyttar fræðslugöngur sem henta flestum. FræðslutímabilIið er að jafnaði frá 15. júní til 15. ágúst á láglendi og 15. júlí til 15. ágúst á hálendi.

2. maí 2024
Landvörður með fjölskyldu í fræðslugöngu við Öskju
Landvörður með fjölskyldu í fræðslugöngu við Öskju

Fræðsla er einn af hornsteinunum í starfsemi þjóðgarðs. Í sumar er fjölbreytt fræðsla í boði, vítt og breitt um víðfem svæði þjóðgarðsins: Barnastundir, síðdegisrölt og sérstakir viðburðir eins og Dagur hinna villtu blóma og Alþjóðadagur landvarða. Landverðir og annað starfsfólk þjóðgarðsins standa síðan vaktina í gestastofum, á starfsstöðum þjóðgarðsins og úti í mörkinni, boðnir og búnir til að taka á móti ferðalöngum sumarins.

Við hvetjum alla gesti til að kynna sér dagskrána og taka þátt í fræðslugöngum og viðburðum sumarsins.

Öll velkomin!

Ýttu hér til að skoða fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir sumarið 2024