Fræðsluganga í Skaftafelli á Degi íslenskrar náttúru
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september var sérstök fræðsluganga í Skaftafelli með landverði.
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september var sérstök fræðsluganga í Skaftafelli með landverði. Gangan var kl. 13:30 tók um tvo tíma og var yfirskriftin: Hvað er þjóðgarður? - Saga Vatnajökulsþjóðgarðs eða „What makes a National Park? – History of Vatnajökull National Park“. Gestir frá mörgum heimshornum söfnuðust saman til að fræðast um upphaf þjóðgarðsins í Skaftafelli árið 1976 til ársins 2019 þegar svæðið varð skráð á heimsminjaskrá UNESCO sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Fræðslugangan endaði á umræðum og voru gestir áhugasamir um sérstæðu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsvísu og hlutverki þjóðgarða í náttúruvernd almennt. Einnig deildu gestir reynslu sinni af öðrum þjóðgörðum eins og Patagonia í Argentínu, Joshua Tree í Bandaríkjunum og Caingorms í Bretlandi.