Fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði
Ragnheiður Björgvinsdóttir, sviðstjóri fræðslu- og mannauðssviðs hjá Vatnajökulsþjóðgarði, mætti í spjall hjá Iðunni fræðslusetri um fræðslumál hjá þjóðgarðinum.
Fyrir jól hafði Eva Karen Þórðardóttir hjá Effect samband við Ragnheiði Björgvinsdóttur sviðsstjóra fræðslu- og mannauðssviðs hjá Vatnajökulsþjóðgarði um að koma í hlaðvarp Iðunnar sem nefnist Augnablik í iðnaði til að segja frá hvernig fræðslu er háttað í þjóðgarðinum. Í hlaðvarpinu kom Ragnheiður inná áskoranir og tækifæri sem fylgja stórri og dreifðri starfsemi þegar kemur að hinum ýmsu fræðslumálum þar sem stöðugildin fara úr því að vera að jafnaði 50 yfir allt árið, upp í 120 á sumrin. Fræðslan er stór hluti af starfsemi okkar, til dæmis í gegnum fræðsludagskrá landvarða á sumrin, en einnig þarf að fræða starfsfólk um fyrstu hjálp, grænu málin, í akstri breyttra bíla ásamt mörgu öðru.
,,Fræðsla er bundið í okkar hlutverk en stór hluti af því sem við gerum er að veita fræðslu og þá er náttúrulega mjög mikilvægt að við séum að veita rétta fræðslu og þar með þarf starfsfólkið okkar að fá upplýsingarnar sjálft, en það þarf líka að æfast í að veita fræðslu og miðla henni.''
Fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði - IÐAN Augnablik í iðnaði
Hlaðvarpið Augnablik í iðnaði má finna inni á Soundcloud.