Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Uppsetning á fræðslusýningu í Skaftafellsstofu

Búið er að hanna nýja sýningu inn í gestastofuna í Skaftafelli og vinna stendur yfir við að koma henni upp.

11. desember 2023

Málningarvinna er langt komin og fróðleiksmolar sem eiga að koma upp á veggina eru einnig í vinnslu. Árið 2022 var lokið við uppsetningu á nýju fræðslutorgi framan við Skaftafellsstofu þar sem gestir geta kynnt sér fróðleik af ýmsu tagi varðandi Skaftafell, Vatnajökul og Vatnajökulsþjóðgarð. Í góðu veðri er yndislegt að rölta um og skoða myndir og fróðleik á fræðslutorginu og þar má iðulega sjá bæði einstaklinga og hópa.

Flestir gesta okkar koma í Skaftafell til að njóta náttúrufegurðarinnar, en það kemur þó vissulega fyrir að veðrið freistar fólks til að eyða tíma innandyra. Við hlökkum því mikið til dagsins sem nýja sýningin í gestastofunni verður tilbúin.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli