Fréttabréf austursvæðis 2024
Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir stóru steinana frá síðastliðnu ári.

Fréttabréf austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs er komið út í bréfinu er farið yfir það helsta í starf þjóðgarðsins á víðfeðmu svæði Vatnajökulsþjóðgarðs norðaustan jökulsins.
Starfsemi síðasta árs gekk vel og landverðir tóku á móti gestum með bros á vör hvort sem var til fjalla á Snæfellsöræfum og Krepputungu eða sveita í gróðursælum Fljótsdal, í Snæfellsstofu og við Hengifoss.
Verkefnin á austursvæði eru fjölbreytt og samstarf er við ólíka hagsmunaraðila og stofnanir bæði í heimabyggð og á landsvísu. Hjartað í starfseminni er ávallt landvarsla, fræðsla og gestamóttaka.
Fleiri fregnir af starfsemi austursvæðis, vöktun, viðburðum, framkvæmdum og fræðslu má svo lesa um í fréttabréfinu sjálfu sem finna má hér fyrir neðan.