Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Gísli Halldór nýr sviðsstjóri fjármála og framkvæmda

Gísli Halldór Halldórsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra fjármála og framkvæmda.

26. maí 2023
Gísli Halldór Halldórsson

Gísli Halldór starfaði sem bæjarstjóri Árborgar 2018-2022 og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 2014-2018. Á árunum 2004-2014 var hann fjármálastjóri Menntaskólans á Ísafirði. Gísli lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og námi í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri árið 2010.

Gísli Halldór hefur störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði þann 1. júní nk. og bjóðum við hann velkominn til starfa.