Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Greinargerð samráðsfundar á suðursvæði

Fimmtudaginn 4. október fór fram á Smyrlabjörgum í Suðursveit samráðsfundur milli svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, starfsmanna þjóðgarðsins og rekstaraðila á suðursvæði þjóðgarðsins.

Fimmtudaginn 4. október fór fram á Smyrlabjörgum í Suðursveit samráðsfundur milli svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, starfsmanna þjóðgarðsins og rekstaraðila á suðursvæði þjóðgarðsins. Nýheimar Þekkingarsetur sá um skipulagningu fundarins. Heildarfjöldi þátttakenda á fundinum var 31 manns, ásamt fimm fulltrúum svæðisráðs og sjö starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Viðfangsefni fundarins var atvinnustarfsemi innan þjóðgarðs á suðursvæði og teknar fyrir spurningar eins og aðlögun greinarinnar að síkviku landslagi og aðstæðum við og á jöklum, hvernig atvinnustefna þjóðgarðsins ætti að byggjast upp, hvaða kröfur þjóðgarðurinn ætti að setja rekstaraðilum og kostir og gallar aðgangsstýringar.

Nýheimar þekkingarestur skilaði frá sér greinargerð með samantekt fundarins. Greinargerðina má nálgast hér á síðunni.