Helga Hvanndal Björnsdóttir ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður í afleysingu
Helga Hvanndal Björnsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður í afleysingu á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs.
28. október 2024
Helga Hvanndal Björnsdóttir
Helga Hvanndal Björnsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður í afleysingu til 12 mánaða vegna fæðingarorlofs. Helga verður með starfsaðstöðu í Mývatnssveit og hefur þegar hafið störf.
Helga er með BA gráðu í heimspeki og MSc í umhverfis- og auðlindafræði.
Helga kemur úr starfi sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Seltjarnarnesbæ.
Hún hefur starfað sem landvörður víðsvegar um landið frá árinu 2016, nú síðast sem yfirlandvörður á norðurhálendi og verið virk í margs konar félagsstarfi tengt umhverfismálum.
Við bjóðum Helgu hjartanlega velkomna til starfa!