„Hörfandi jöklar“ á vef Vatnajökulsþjóðgarðs
Vefsvæðið Hörfandi jöklar sem er birt hér á vef Vatnajökulsþjóðgarðs er hluti af verkefninuJöklar Íslands – lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum.
Vefsvæðið Hörfandi jöklar sem er birt hér á vef Vatnajökulsþjóðgarðs er hluti af verkefninu Jöklar Íslands – lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum. Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Markmið verkefnisins, sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni.
Óhætt er að hvetja alla til að kynna sér efni vefsins, en þar er mikið af upplýsingum og áhersla á myndræna framsetningu. Jafnframt er leitast við að svara ýmsum algengum spurningum, s.s. hvers vegna er ísinn blár? Áhrifum loftlagsbreytinga af manna völdum eru jafnframt gerð ítarleg skil á vefsvæðinu.