Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Hraðhleðslustöð í Ásbyrgi

Ný hraðhleðslustöð fyrir rafbíla var tekin í notkun við Gljúfrastofu í Ásbyrgi þann 15. september.

17. september 2021
Hraðhleðslustöðin við Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Mynd: Guðmundur Ögmundsson.

Stöðin er rekin af Orku náttúrunnar (ON) og er boðið upp á þrjár gerðir af hleðslum: 50 kW DC-CCS, 50 kW DC-CHAdeMO og 43 kW AC. Til að hlaða þarf viðskiptalykil frá ON. Á meðal markmiða í umhverfisstefnu Vatnajökulsþjóðgarðs er að draga úr því kolefnisspori sem hlýst af starfsemi þjóðgarðsins. Í samgöngustefnu er jafnframt stefnt að því að bifreiðar þjóðgarðsins nýti í auknum mæli vistvæna orkugjafa. Skref í þá átt var tekið í Jökulsárgljúfrum á þessu ári, en starfstöðin hefur í sumar haft til umráða rafbíl sem nýttur er í ýmsar verkefnatengdar ferðir innan og utan þjóðgarðs. Hraðhleðslan var nýtt í fyrsta sinn í dag, en reynslan af notkun bílsins er afar góð og fullvíst að fleiri slíkir bílar verði teknir í notkun á næstu árum. Mun hraðhleðslustöðin þá nýtast jafnt landvörðum, gestum þjóðgarðsins og íbúum á nærsvæði hans.