Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Hvalreki á Eystri Fellsfjöru

Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru neðan við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Dýrið er grindhvalur sem líkelga hefur drepist fyrir einhverju síðan.

30. júlí 2019
Grindhvalurinn sem rak á land í Eystri-Fellsfjöru. Mynd: Inga Hrönn Sverrisdóttir.

Hval rak á land í Eystri-Fellsfjöru neðan við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Dýrið er grindhvalur sem líkelga hefur drepist fyrir einhverju síðan. Dýrið hefur svo velkst um í fjörunni og er nú kominn alveg vestast í fjöruna, þar sem mesti ferðamannastraumurinn er.

Hvalurinn verður að öllum líkindum fjarlægður við fyrsta tækifæri. Venjulega ætti náttúran sjá um að farga dýrinu en þar sem svo margir ferðamenn venja komur sínar á svæðið er nauðsynlegt að farga því. Þetta sé í fyrsta sinn sem hval reki á land á svæðinu, síðan Breiðamerkursandur varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2017. Landverðir á svæðinu tóku sýni úr hræinu sem var svo sent til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun eru ýmsar hugmyndir uppi um hvers vegna hvali reki á land. Til að mynda geti verið að veik dýr kjósi heldur að deyja á landi en að drukkna í sjó. Það er þó ekekrt sannað í þeim efnum.

Hvalrekar eru sveiflukenndir atburði. Fjöldi þeirra í ár er ekki óvanalegur, enn sem komið er. Oft fjölgar tilkynningum um hvalreka á sumrin, en það gæti skýrst af því að fólk sé meira á ferðinni.