IceGuys á afmælistónleikum Vatnajökulsþjóðgarðs
Vatnajökulsþjóðgarður kynnir með stolti afmælistónleika sem haldnir verða á afmæli þjóðgarðsins þann 7. júní.

Tónleikarnir munu fara fram á Vatnajökli og það kom ekkert annað til greina en að hinir ísköldu IceGuys myndu stíga á stokk. Gestir mega búast við stórkostlegu sjónarspili elds og ís eins og Vatnajöklulsþjóðgarður og strákarnir eru þekktir fyrir.
Takmörkuð sæti verða í boði til að huga að viðkvæmri náttúru og öryggi gesta. Til þess að gæta jafnræðis verður dregið úr skráningum. Skráning fer fram hér og hefst í dag kl. 12:00 og stendur til og með 5. apríl.
Ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara. Það verður magnað að heyra nýjasta lag hljómasveitarinnar, Stígðu inn, í sjálfum ísheiminum!