Ingibjörg Halldórsdóttir ráðin lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs
Ingibjörg Halldórsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan var auglýst 5. janúar sl. og alls sóttu 42 um starfið.

Ingibjörg Halldórsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan var auglýst 5. janúar sl. og alls sóttu 42 um starfið.
Ingibjörg hefur meðal annars starfað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, hjá Mannvirkjastofnun og Háskóla Íslands. Ingibjörg hefur mikla reynslu af störfum í stjórnsýslunni þar sem hún hefur komið að ýmsum málum á sviði umhverfis- og skipulagsmála bæði sem starfsmaður í stjórnsýslunni og ráðgjafi. Undanfarin ár hefur Ingibjörg verið sjálfstætt starfandi hjá lögmannsstofunni Land og lögmenn og m.a. komið að verkefnum og ráðgjöf fyrir Vatnajökulsþjóðgarð og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Ingibjörg mun hefja störf þann 1. mars næstkomandi.
Vatnajökulsþjóðgarður býður Ingibjörgu velkomna til starfa.
Með ráðningu Ingibjargar verða alls 34 einstaklingar við störf í þjóðgarðinum og þar af eru 29 starfandi á landsbyggðinni. Yfir sumarið fjölgar starfsmönnum og árið 2020 voru alls um 53 ársverk í þjóðgarðinum.