Beint í efni

Íshellaferðir og jöklagöngur

Bókun frá fundi stjórnar 30. september 2023:

3. október 2024

"Stjórn samþykkir að heimild til að framlengja samninga nái einnig til íshellaferða á þeim stöðum þar sem áhættumat hefur farið fram og tilgreindir eru í viðauka samnings. Jafnframt verði í skilmálum kveðið á um samstarfshóp rekstraraðila og AIMG (Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi) sem framkvæmi daglegt stöðumat á öryggi ísmyndana. Slíkt mat byggi í grunninn á áhættumati sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 til viðbótar aðferðafræði sem samstarfshópurinn leggur fyrir þjóðgarðinn til samþykktar. Um er að ræða tilraunaverkefni, þann mánuð sem framlenging mun gilda og getur tekið þróun á gildistímanum. Stjórn samþykkir að heimilt verði að innheimta þjónustugjöld af samningshöfum til að standa undir mögulegum kostnaði við umræddan samstarfshóp. Stjórn bendir á að öryggi ferðafólks í seldum ferðum er endanlega á ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækis og leiðsögumanns".

Fundargerð stjórnar frá 30. september 2023