Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Jöklamælingar framhaldsskólanema – tímamót í mælingum á Heinabergsjökli

Í gær fóru nemendur í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu í sína árlegu vettvangsferð að Heinabergsjökli. Nemendur framkvæma mælingar á stöðu jökulsins og bera saman við gögn fyrri ára.

21. október 2021
Við Heinabergslón og Heinabergsjökul. Mynd: Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu

Ferðin er hluti af inngangsáfanga í náttúruvísindum. Um tuttugu manns fóru í ferðina en auk nemenda og kennara voru með í för Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands og Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri og náttúrulandfræðingur hjá náttúrustofunni.

Mælingar á svæðinu hafa tekið breytingum. Þegar jökla voru stærri og skriðjökla gengu lengra fram var oft hægt að ganga frá ákveðnum viðmiðunarpunktum að jökulsporðunum og mæla vegalengd með málbandi. Þegar jöklar tóku að hopa mynduðust lón fyrir framan við þá en á þeim tíma var þríhyrningamælingum beitt til að finna út stöðu jökuljaðarins.

Þessi ferð markaði tímamóti í mælingum á jöklinum, þar sem í ljós kom að urðarröndin á Heinabergsjökli hefur hliðrast til fremst og er sá hluti jökulsins ekki lengur virkur. Það þýðir að sá hluti Heinabergsjökuls sem hefur verið mældur undanfarin ár er ekki lengur partur af jöklinum heldur risastór ísjaki sem er að hluta til þakinn seti þar sem áður var urðarröndin. Enn og aftur erum við minnt á þær miklu breytingar sem eiga sér stað á jöklum landsins.

Fréttin byggir á frétt af vefsíðu Framhaldsskóla Austur Skaftafellssýslu